Alain Milliat
Nú gefst neytendum kostur á að smakka drykki sem ekki hafa sést á Íslandi áður. Franski framleiðandinn Alain Milliat í samstarfi við Cuisine ehf. hafa riðið á vaðið með þessa nýjung.
Óáfengir og ókolsýrðir
Safarnir frá Alain Milliat eru kröftugir og sérlega bragðgóðir. Hér er vara á ferðinni sem er án viðbætts sykurs, án aukaefna, án rotvarnarefna og engin gervisæta. Hver ávöxtur er sér valinn á réttu þroskastigi í hjarta aldingarðanna til að ná fram einstöku bragði til að bjóða kröfuhörðum neytendum nútímans.
Gulur ferskju nektar – 1000ml.
Ferskur jarðaberja nektar – 1000ml.
Kröfugur Passion nektar – 1000ml.
Rauður tómatsafi – 1000ml.
Sauvignon vínberjasafi – 1000ml.
Cabernet vínberjasafi – 1000ml.
Chardonnau vínberjasafi – 1000ml.
Merlot vínberjasafi – 1000ml.
Bleikur grapedjús – 1000ml.
Mandarínudjús – 1000ml.
Gulrótardjús – 1000ml.
Loksins á Íslandi!
Cuisine ehf. hefur hafið innflutning á hágæða vörulínu frá Nordic Snails í Danmörku. Um er að ræða snigla sem ræktaðir eru á opnu landi og handunnir með hugsjónina frá bæ til borðs að leiðarljósi.
Sniglarnir eru nú þegar komnir í sölu hjá Melabúðinni, Hagamel 39 og Sælkerabúðinni, Bitruhálsi 2. Veitingastaðir, hótel og veisluþjónustur hafa sýnt þessari nýju vöru mikinn áhuga. Gaman verður að segja ykkur frá þeim fyrirtækjum sem bjóða uppá þetta lostæti á næstu misserum sem fjölgar stöðug. Fleiri spennandi vörur eru væntanlegar sem er frábær viðbót í matarmenningu okkar Íslendinga.
Nordic Snails vörulínan
Smjör og Hvítlaukur
Þeir náttúrulegu
Fennel og Hvítlaukur
SJÁLFBÆR RÆKTUN
Nordic Snails
Framleiðandinn vill að fleiri eigi skilið að geta notið bragsins af mjúku kjöti snigilsins sem ræktaður er á opnu landi og handunnir með hugsjónina frá bæ til borðs að leiðarljósi. Ræktunin er sjálfbær þar sem dýravelferð er útgangspunktur alls.
Markmið Nordic Snails og Cuisine ehf. er að kynna margbreytileika vörunnar og gera neytendum auðveldara um vik að njóta hennar hvort sem er beint úr dósinni eða borið fram sem hráefni í stærri rétt.
Framleiðsla á þessum prótein ríku sniglum útheimtir 10 sinnum minna fóður en rautt kjöt, sem gerir þá að loftslagsvænu lostæti – til að bjarga jörðinni.
Viðskiptavinir
Eigandi Cuisine ehf. er Rafn Heiðar Ingólfsson, matreiðslumeistari. Rafn hefur víðtæka reynslu úr hótel- og veitingageiranum þar sem hann hefur m.a. sinnt störfum sem yfirmatreiðslumeistari á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Grænlandi þar að auki hefur hann reynslu sem aðstoðar hótelstjóri bæði hér á Íslandi og í Grænlandi. Rafn situr sem ritari í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara, sem Kokkalandsliðið heyrir undir.