Smjör og hvítlauks sniglarnir okkar eru eins og við flest þekkjum. Þessi réttur er þó ekki borinn fram í snigilhúsinu eins og upprunalega þegar fólk fór að neyta þeirra fyrst. Sniglarnir eru í smjöri, léttkrydduðu með hvítlauk og steinselju. Mælt er með því að hita innihald dósarinnar á pönnu eða í örbylgju þar til smjörið er bráðið.
Berið þá fram volga með uppáhaldsbrauðinu ykkar, nýsaxaðri steinselju, auka hvítlauk og skolið þessu niður með köldu glasi af ykkar uppáhalds hvítvíni.