Um cuisine.is

Eigandi Cuisine ehf. er Rafn Heiðar Ingólfsson, matreiðslumeistari. Rafn hefur víðtæka reynslu úr hótel- og veitingageiranum þar sem hann hefur m.a. sinnt störfum sem yfirmatreiðslumeistari á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Grænlandi þar að auki hefur hann reynslu sem aðstoðar hótelstjóri bæði hér á Íslandi og í Grænlandi.

Rafn situr í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara þar sem hann sinnir starfi ritara dómgæslu- og keppnisnefndar. KM rekur m.a. Kokkalandsliðið. Rafn er einnig stjórnarmeðlimur í Nordic Chefs Association fyrir Íslands hönd.

Auk náms matreiðslumeistara hefur Rafn BA gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta (Hospitality Management).